Listamannaspjall Flatland - Hafnarhúsi

Fréttir / tilkynningar

Listamannaspjall: Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Hafnarhús, fimmtudag 27. nóvember kl. 20

Sirra Sigrún Sigurðardóttir spjallar við gesti um sýningu sína Flatland sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi.

Titill sýningarinnar vísar til samnefndrar bókar frá 1884 þar sem dregin er upp háðsádeila af stéttskiptu samfélagi með tungumáli stærð- og rúmfræðinnar. Á sýningunni tekur listamaðurinn leiðarstef bókarinnar og tengir við hugleiðingar um samtímann. Viðfang sýningarinnar snýr að hugmyndum um hlutverk upplýsinga í samfélaginu, hvernig þær eru settar fram og notaðar. Sirra Sigrún vinnur með líkamlega og sjónræna skynjun áhorfandans í list sinni, en efniviður verka hennar eru gjarnan tölulegar staðreyndir, vísindakenningar eða rannsóknir af ýmsum toga.

Listamannaspjallið hefst kl. 20.